Verk - og listgreinar

Í verk - og listgreinum hef ég verið í tónmennt. Þar gerði ég ritgerð (nokkrar blaðsíður) um tónlistarmann eða hljómsveit að eigin vali. Ég valdi Nightwish en það er finnsk hljómsveit sem mér finnst skemmtileg. Haraldi tónmennta kennara fannst það mjög áhugavert.

Ég hef verið líka að vinna að náttbuxum í saumum. Ég fékk hrós en mér var hrósað fyrir vandvirkni. Ég valdi efni sem er bleikt með rauðum og bláum rósum. Þessar náttbuxur heppnuðust mjög vel finnst mér.InLove 

Núna er ég byrjuð að vinna í matreiðslu eða heimilisfræði. Ég hef bakað múslí bollur, pylsupasta og langbrauð með osti. Þetta hefur allt verið alveg ágætt.

langbrauð


Samfélagsfræði

Ég var að læra um árin í íslandssögunni frá 870 til 1490. Það sem mér fannst áhugaverðast var plágan fyrri og seinni og hvað hún komst hingað seint. Þessi plága fékk nafnið Svarti dauði því að meira en helmingur landsmanna dóu. 

Við lærðum um marga biskupa en sá sem mér fannst áhugaverður hét Þorlákur helgi en hann var biskup í Skálholtsbiskupsdæmi. Ástæðan fyrir því að ég valdi þennan biskup er sú að hann var tekinn í dýrlingatölu en það þýðir að vera dýrkaður af landsmönnum. Tvær hátíðar heita eftir honum Þorláksmessa 23. desember og 22. júní.

Skálholt


Jarðvísindi

Okkur í 6 bekk var skipt í 3 hópa. Jarðvísindi, Kristinfræði og Ensku ég fór í Jarvísindi. Og gerði þar power point með Kristbjörgu sem var um Eyjafjallajökul. Þetta verkefni var mjög skemmtilegt.

Hér er þetta power point og skoðiði það!!!Wink


Hringekja í 5. og 6. bekk

Við í 5 og 6 bekk höfum verið í hringekju í vetur og höfum verið að gera ýmislegt. Okkur var skipt í 7 hópa,  í fyrsta skiptið sem ég átti að vera í hringekjunni þá átti ég að fara til Jens tilrauna manns. Ég var lasin svo að ég veit ekki hvað var að gerast þar. Næsta stöð var hjá Svövu og þar vorum við að læra um vísinda manninn David Attenborough. Við horfðum á skemmtilegt myndband sem hann gerði um sjávardýr. Það var mjög gaman. Svo fórum við til Auðar og þar var í boði Martin Luther King. Fórum næst til Önnu og þar sagði hún okkur um Ghandi. Svo var stefnt til Helgu sem kenndi okkur um Egyptaland. Næst fórum við í tónmenntastofuna til Elín Rósar og fjölluðum um tónlist. Svo til Bjargar og þar vorum við að hlusta og læra um kína. Mér fannst þetta mjög gaman.Happy  

 

  Egyptaland          David Attenborough

 


Norðurlöndin

Við í 6. bekk gerðum verkefni um Norðurlöndin. Við áttum að velja okkur eitt land og valdi ég Finnland. Lilja og Hrafnhildur voru líka með mér í hóp. Við gerðum veggspjald með upplýsingum um Finnland, ferðabækling. Þegar þessi vinna var búin áttum við svo að kynna landið fyrir bekkinn. Ég kynnti Helsinki og skíði en Hrafnhildur um múmínálfana og almennt um Finnland og Lilja kynnti þúsundvötnin og Sama. Þegar við stelpurnar vorum að klára að kynna þá sungum við múmínálfalagið svo að allir fóru að hlægja. Svo lét ég líka Múmínálfa ganga um bekkinn.Grin

Eftir þetta áttum við að velja annað land og gera Move Maker eða Power Point. Núna var þetta einstaklingsvinna. Ég valdi mér Noreg og ég gerði 14 glærur í Power Point. Mér fannst þetta mjög gaman og var mjög fljót að þessu. Og nú er ég að blogga um þessa vinnu á bloggið mitt og hér getur þú séð árangurinn.LoL

 


Þemavika

Í vikunni 16-21 mars vorum við í 5,6,7 bekk í þema með heimsálfurnar. Ég lærði bara um 5 heimsálfur því að kennararnir slepptu Evrópu og S-skautslandinu. Við tókum þá Asíu, Afríku, Ástralíu, N-Ameríku og S-Ameríku. Í S-Ameríku lærði ég heilan helling t.d. að það er ekki búið að rannsaka allt Amason svæðið, það fannst líka lítið hrundin borg í S-Ameríku, það fannst líka ættbálkur í S-Ameríku sem enginn mátti segja frá og því veit enginn nákvæmlega um þá. Það fannst mér áhugavert og ég lærði miklu meira. Svo gerði ég líka falleg verkefni sem tengjast S-Ameríku. Í Afríku lærði ég um mikla fátækt og mikla sjúkdóma sem drápu marga fátæka sem áttu ekki pening til að fara til læknis, það var eitt sem ég lærði og í Afríku svo lærði ég Afrískan dans sem var dansaður við miklar athafnir t.d. þegar unglingar eru teknir í fullorðinna manna tölu. Í Ástralíu lærði ég t.d. að boomerang er veiðivopn sem frumbyggjar nota til að veiða og til að senda skilaboð. Ég valdi það sem áhugaverðasta af því sem ég gerði í Ástralíu því að mér fannst svo gaman að skreyta hlutinn með púntum. Í N-Ameríku gerði ég drauma fangara sem er Indíánar trúðu á að vondir draumar mundu festast í netinu en góðu draumarnir færu í gegnum fjaðrirnar. Mér fannst mjög áhugavert að vera í N-Ameríku. Í Asíu lærði heilan helling t.d. að Kína múrinn sést frá geimnum, Kína er stærsta land í Asíu og það eru u.þ.b. 52 lönd í Asíu. Mér fannst áhugaverðast að dansa filipiska dansinn sem okkur var kennt.Wink

Snorra saga

Við höfum verið að læra um Snorra Sturluson. Snorri fæddist árið 1179. Við lásum bókina Snorra saga. Snorri átti heima seinna ævinnar í Reykholti og við fórum þangað og skoðuðum Reykholt. Í Reykholti voru tvær kirkjur sem við skoðuðum. Við fórum og skoðuðum Snorralaug og máttum finna vatnið það var volt. Snorri skrifaði meðal annars bækurnar: Heimskringla, Egils saga og Saga Noregskonunga. Snorri dó undir morðingja hendi árið 1244. Snorri var mikill rithöfundur.Grin


Egla

Við árgangurinn byrjuðum á því að fara í Borgafjörðinn á landnámssetrið. Við tókum með okkur nesti og við borðuðum áður en við byrjuðum. Svo var skipt í tvo hópa og einn hópurinn fór á sýninguna og hinn að skoða haug Skalla-Gríms, kirkjuna á Borg, Brákasund og styttuna Sonartorrek.(Svo var skipt). Mér fannst mjög gaman að fara þetta, þessi ferð var mjög fróðleg.

Ég las bókina Eglu sem er um Egil Skalla-Grímsson og hvað hann gerði frá því að hann var krakki og þangað til að hann dó. Við vorum búin að læra nokkuð mikið um hann Egil þegar við áttum að vinna a.m.k. fjögur verkefni, ég vann fjögur verkefni. Svo var árganginum skipt í hópa einn úr hverjum bekk. Ég lenti með Antoni og Díönu og við vorum hópur tólf, þessi hópavinna átti að taka eina viku. Við unnum þrjú verkefni eins og við áttum að gera. Það var hægt að velja úr átta greindum rýmisgreind, hreyfigreind, sjálfsþekkingargreind, rök og stærðfræðigreind, umhverfisgreind, tónlistargreind, félagsgreind og málgreind. Við völdum rýmisgreind fyrst og gerðum víkingaleikföng sem við héldum að víkingabörn léku sér með. Við unnum það verkefni þannig að við fengum okkur uppkasta blað og byrjuðum að teikna á blaðið leikföngin. Svo teiknuðum við þau á annan pappír og síðan völdum við okkur veggspjald. Svo þegar við vorum búin að klippa leikföngin út þá bjuggum við til söluvarning utan um þau. Og kassarnir sem voru utan um leikföngin voru límdir á veggspjald. Svo gerðum við þetta fínt.

Annað verkefnið var úr hreyfigreind. Við völdum að gera leikrit um Egil. Við byrjuðum að velja atriði úr bókinni og semja textann. Síðan skrifuðum við þetta í tölvu og það var svolítið vanda mál því að ég fór í margar tölvur en ekki var word í þeim tölvum, en svo loksins fann ég tölvu. Leikritið heppnaðist ekki vel því að við gátum ekki æft það því að Anton var að trufla alla hina sem voru að æfa sig.

Þriðja verkefnið var valið úr sjálfsþekkingargreind. Við völdum að skrifa um hvernig hegðun Egils var að okkar mati. Við skrifuðum það í tölvu og prentuðum það út og límdum það inn í bókina okkar. Það kom flott út.

Mér fannst Díana ekki gera mikið því að hún sagði alltaf að henni væri alveg sama og Anton var alltaf að flækjast á göngunum.

Í lokin átti að búa til kynningu sem kennarinn átti að dæma um hvaða verkefni af þessum þremur verkefnum sem við gerðum áttum við að kynna fyrir foreldra. Og við hópur tólf áttum að kynna leikföngin og gerðum það á sýningunni sem við héldum fyrir ættingja okkar.Wink


Myndband

Ég byrjaði að læra ljóðið Það mælti mín móðir eftir Egill Skalla-Grímsson utanbókar og flutti það fyrir bekkinn. Næst fór ég tölvu og fann myndir á google.is og flickr.com. Þegar ég var búin að finna myndir þá fór ég að láta myndirnar í Movie Maker. Svo fór ég oft í tölvur að vinna í myndbandinu. Svo þegar myndbandið var alveg tilbúið nema eftir að tala inná þá gerði ég það í stofunni minni. Þegar það var búið þá lét ég það á youtube og nú er ég að blogga um þetta allt. Svo læt ég þessa færslu á bloggið mitt.Grin


Íslenska

Ég vann verkefnið þannig að ég skrifaði á upp kasta blað þegar ég var búin að finna upplýsingar og svo skrifaði ég í tölvu. Og fékk svo aðstoð þegar ég þurfti, ég lét líka myndir þegar mér fannst það þurfa. Ég lærði mjög mikið í þessu verkefni t.d. að hvalir skiptast í tvo ættbálka skíðishvalir og tannhvalir og fleira. Það sem mér fannst erfiðast var þegar ég var ekki alveg viss hvort þetta ætti að gera. Ég lét svo heimildaritgerðina á box.net með því að láta á copy og paest. Mér fannst mjög gaman að fræðast um hvali, kennaranum hefur líka örugglega líka fundist það gaman.Joyful


« Fyrri síða

Höfundur

Rebekka K Björgvinsdóttir
Rebekka K Björgvinsdóttir
Ég heiti Rebekka og er hálf finnsk 13 ára og er í Ölduselsskóla. Þetta er skóla blogg

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband