Við árgangurinn byrjuðum á því að fara í Borgafjörðinn á landnámssetrið. Við tókum með okkur nesti og við borðuðum áður en við byrjuðum. Svo var skipt í tvo hópa og einn hópurinn fór á sýninguna og hinn að skoða haug Skalla-Gríms, kirkjuna á Borg, Brákasund og styttuna Sonartorrek.(Svo var skipt). Mér fannst mjög gaman að fara þetta, þessi ferð var mjög fróðleg.
Ég las bókina Eglu sem er um Egil Skalla-Grímsson og hvað hann gerði frá því að hann var krakki og þangað til að hann dó. Við vorum búin að læra nokkuð mikið um hann Egil þegar við áttum að vinna a.m.k. fjögur verkefni, ég vann fjögur verkefni. Svo var árganginum skipt í hópa einn úr hverjum bekk. Ég lenti með Antoni og Díönu og við vorum hópur tólf, þessi hópavinna átti að taka eina viku. Við unnum þrjú verkefni eins og við áttum að gera. Það var hægt að velja úr átta greindum rýmisgreind, hreyfigreind, sjálfsþekkingargreind, rök og stærðfræðigreind, umhverfisgreind, tónlistargreind, félagsgreind og málgreind. Við völdum rýmisgreind fyrst og gerðum víkingaleikföng sem við héldum að víkingabörn léku sér með. Við unnum það verkefni þannig að við fengum okkur uppkasta blað og byrjuðum að teikna á blaðið leikföngin. Svo teiknuðum við þau á annan pappír og síðan völdum við okkur veggspjald. Svo þegar við vorum búin að klippa leikföngin út þá bjuggum við til söluvarning utan um þau. Og kassarnir sem voru utan um leikföngin voru límdir á veggspjald. Svo gerðum við þetta fínt.
Annað verkefnið var úr hreyfigreind. Við völdum að gera leikrit um Egil. Við byrjuðum að velja atriði úr bókinni og semja textann. Síðan skrifuðum við þetta í tölvu og það var svolítið vanda mál því að ég fór í margar tölvur en ekki var word í þeim tölvum, en svo loksins fann ég tölvu. Leikritið heppnaðist ekki vel því að við gátum ekki æft það því að Anton var að trufla alla hina sem voru að æfa sig.
Þriðja verkefnið var valið úr sjálfsþekkingargreind. Við völdum að skrifa um hvernig hegðun Egils var að okkar mati. Við skrifuðum það í tölvu og prentuðum það út og límdum það inn í bókina okkar. Það kom flott út.
Mér fannst Díana ekki gera mikið því að hún sagði alltaf að henni væri alveg sama og Anton var alltaf að flækjast á göngunum.
Í lokin átti að búa til kynningu sem kennarinn átti að dæma um hvaða verkefni af þessum þremur verkefnum sem við gerðum áttum við að kynna fyrir foreldra. Og við hópur tólf áttum að kynna leikföngin og gerðum það á sýningunni sem við héldum fyrir ættingja okkar.
Flokkur: Menntun og skóli | 15.12.2008 | 12:45 (breytt 24.3.2009 kl. 17:25) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.