Í verk - og listgreinum hef ég verið í tónmennt. Þar gerði ég ritgerð (nokkrar blaðsíður) um tónlistarmann eða hljómsveit að eigin vali. Ég valdi Nightwish en það er finnsk hljómsveit sem mér finnst skemmtileg. Haraldi tónmennta kennara fannst það mjög áhugavert.
Ég hef verið líka að vinna að náttbuxum í saumum. Ég fékk hrós en mér var hrósað fyrir vandvirkni. Ég valdi efni sem er bleikt með rauðum og bláum rósum. Þessar náttbuxur heppnuðust mjög vel finnst mér.
Núna er ég byrjuð að vinna í matreiðslu eða heimilisfræði. Ég hef bakað múslí bollur, pylsupasta og langbrauð með osti. Þetta hefur allt verið alveg ágætt.
Flokkur: Menntun og skóli | 16.12.2009 | 10:36 | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru flottar færslur hjá þér og gott PowerPoint um Eyjafjallajökul. Þú ert greinilega efni í góðan jarðfræðing....!
Bestu kveðjur,
Ómar Bjarki
Ómar Bjarki Smárason, 16.12.2009 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.