Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Tyrkjaráns leikritið

  1. Mér finnst kostirnir við það að setja leikritið Tyrkjaránið í tengslum við námsefni vera góð tilbreyting á námsefni.
  2. Mér finnst ég ekki læra námefnið betur með því að setja upp leikrit af því að ég hef lært allt sem kom fram í leikritinu.
  3. Ég man ekki eftir neinum göllum.Whistling

Danska

Í dönsku hef ég lært grunnorðaforða og bíð eftir að geta haldið áfram að læra dönsku í efri bekkjum. Ég hef verið að læra t.d. persónulýsingar, matur, fatnaður, litir og tölur. Mér fannst gaman að læra dönsku sérstaklega vegna þess að ég hef ekki lært hana áður. Mér hefur gengið mjög vel að vinna í dönskunni.Halo

 


Fuglar

Fyrir nokkrum vikum byrjuðum við á verkefni um fuglana. Ég lærði heilann helling og vissi ekki eins mikið og ég veit núna. Ég gerði 14 glærur í power point um alla flokkana. Mér fannst þessi vinna mjög skemmtileg og væri til í að gera svona verkefni aftur.

Ef þú vilt sjá þetta power point þá er það hér fyrir neðan.Wink

 

 


Evrópa

Ég og árgangurinn minn unnum Evrópu verkefni. Ég mátti velja 2 lönd annað í power point og hitt í photo story. Ég lærði mjög mikið og fannst þetta mjög áhugaverð vinna og mér fannst mjög gaman að vinna í photo story því þetta er alveg nýtt forrit sem ég var að læra á. Þetta verkefni hér að neðan er um Grikkland og er í photo story. Góða skemmtun Sideways


Anne Frank

Ég hef verið að vinna við verkefni í ensku sem Auður kennari lét mig hafa, ég átti að gera photo story um Anne Frank. Ég lærði fullt af nýjum orðum á ensku. Mér fannst skemmtilegast að lesa dagbókina hennar Önnu Frank. Ég las hefti en það var dagbók Önnu Frank og ég gerði svo verkefni um hana en svo þetta.

Hér getið þið fengið að sjá þetta photo story.Kissing


Stærðfræði hringekkja

Í stærðfræði höfum við verið í hringekkju, en það er bara á föstudögum en þá fer ég á milli bekkja og vinn allskonar verkefni. Ég lærði allt þetta sem ég nefni nýtt og hafði meira en svo gaman af því. Hjá Önnu höfum við gert ýmisleg verkefni t.d. ljóð um mælingar sem virkar einhvernvegin svona:

M.....

Æ.....

L.....

I......

N.....

G.....

A......

R.....

Hjá Helgu hef ég t.d. lært um prímtölur en það eru t.d. 13= 1+3=4. Hjá Auði hef ég lært um ýmislegt eins og líkur þá meina ég eins og: hvað eru margar líkur á að...  Wink


Höfundur

Rebekka K Björgvinsdóttir
Rebekka K Björgvinsdóttir
Ég heiti Rebekka og er hálf finnsk 13 ára og er í Ölduselsskóla. Þetta er skóla blogg

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Sauðburður 2009 095
  • Rebekka

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband